Árni Zophaníasson
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 21:00

GKG: Árni með ás

Árni Zophoniasson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. holu Leirdalsvallar á síðasta degi meistaramóts GKG, 14. júlí 2018.

Pinninn var um 140 metra frá teig og sló Árni með fimm járni.

Árni smell hitti boltann og lenti hann á flötinni fékk eitt hopp en spann svo til baka í holuna.

Sannkallað meistarahögg hjá Árna!!!

Golf 1 óskar Árna innilega til hamingju með ásinn!!!