Haustlitir á Leirdalsvelli.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2011 | 07:00

GKG: Aðalfundur fer fram í kvöld kl. 20:00 í Golfskálanum við Vífilstaðaveg

Aðalfundur GKG, næstfjölmennasta golfklúbbs Íslands, verður haldinn í dag,  mánudaginn 28. nóvember 2011,  í Golfskálanum við Vifilstaðaveg. Fundurinn hefst  kl: 20.00.

Dagskrá aðalfundar:

1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
4. Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
5. Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu.
6. Kosning formanns til eins árs.
7. Kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára og þriggja varamanna til eins árs.
8. Kosning tveggja endurskoðenda.
9. Önnur mál.

Stjórn GKG hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn.