Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 11:00

GKG: 14 ára stelpa sigraði á Opnunarmóti GKG

Það var Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, sem sigraði á Opnunamóti GKG sem fram fór s.l. laugardag, 7. maí 2016.

Það voru 147 skráðir í mótið og luku 144 keppni, þar af 32 kvenkylfingar. Hulda Clara bar af bæði í höggleik og punktakeppni, af konunum lék Leirdalinn á 3 yfir pari, 74 höggum.  Jafnframt var Hulda Clara með flesta punkta yfir allt mótið.

Hulda Clara er fædd 5. mars 2002 og því nýorðin 14 ára.

Á besta skori opnunarmótsins var hins vegar Sigurður Arnar Garðarsson, GKG; lék Leirdalinn á 1 yfir pari, 72 höggum.

Vegleg verðlaun voru fyrir efstu 3 sætin í punktakeppni og urðu úrslit sem hér segir:

1 Hulda Clara Gestsdóttir GKG (23 24) 47 punktar. Hún hlaut í verðlaun 25.000,- króna gjafabréf frá WOW air.

2 Pétur Már Finnsson GKG  (19 23) 42 punktar. Hann hlaut í verðlaun 15.000,- króna inneign hjá N1.

3 Rúnar Freyr Ágústsson GKG (23 19) 42 punktar. Hann hlaut í verðlaun glaðning frá Ölgerðinni.

Sjá má öll úrslit í mótinu með því að SMELLA HÉR: