Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2016 | 10:45

GKB: Theodóra Stella og Dagný Erla sigruðu á Gullmóti Hansínu Jens 2016

Gullmót Hansínu Jens, sem er ætlað konum, fór fram í gær, laugardaginn 23. júlí 2016.

Þetta er eitt vinsælasta mótið sem haldið er á Kiðjabergsvelli ár hvert og komast yfirleitt færri að en vilja.

Veitt voru ein verðlaun fyrir besta skor í höggleik og í punktakeppni voru veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin.

Glæsileg verðlaun voru venju samkvæmt í boði frá Hansínu Jens og fleirum. Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 holum og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 11. braut og einnig veitt verðlaun fyrir að vera næst holu í tveimur höggum á 18. braut.

Þá fengu allir keppendur glæsilegar teiggjafir.

Úrslit voru eftirfarandi:

Höggleikur:

Theodóra Stella Hafsteinsdóttir, GKB, 86 högg

Punktakeppni:

1 Dagný Erla Gunnarsdóttir GR 28 20 19 39 punktar
2 Theodóra Stella Hafsteinsdóttir GKB 18 22 17 39 punktar
3 Ásta Björg Ásgeirsdóttir GOS 22 21 17 38 punktar
4 Helga Sveinsdóttir GKB 19 20 16 36 punktar
5 Kristín Ásmundsdóttir GV 28 21 15 36 punktar

Sjá má úrslit að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Úrslit hvað snertir nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg verða birt um leið og úrslit liggja fyrir.