Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 10:00

GKB: Steinar Páll nýr vallarstjóri GKB

GKB hefur ráðið Steinar Pál Ingólfsson til starfa sem vallarstjóra að Kiðjabergi.

Hann mun hefja störf 1. apríl.

Steinar Páll hóf störf við golfvallarumhirðu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Eftir nokkur ár hjá Keili fór hann til Þýskalands í nám við Winston University og lærði golfvallarekstur.

Síðastliðin þrjú sumur hefur hann unnið á golfvellinum á Ísafirði.

Golf 1 óskar Steinari Páli til hamingju og velfarnaðar í nýju starfi!!!