Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 17:50

GKB: Pálmi Örn og Brynhildur klúbbmeistarar 2016

Klúbbmeistari GKB í karlaflokki 2016 er Pálmi Örn Pálmason. Hann sigraði með nokkrum yfirburðum, lék hringina fjóra á samtals 326 höggum. Gunnar Guðjónsson varð annar og Gunnar Örn Kristjánsson í þriðja sæti. Fínar aðstæður voru til golfleiks á góðum Kiðjabergsvelli í gær, 16. júlí 2016 þegar mótinu lauk.

Úrslit úr 1. flokki karla, höggleikur.

1. Pálmi Örn Pálmason 326 högg
2. Gunnar Guðjónsson 347 högg
3. Gunnar Örn Kristjánsson 352 högg

Það var hörku keppni í 1. flokki kvenna, en þar sigraði Brynhildur Sigursteinsdóttir og er því klúbbmeistari GKB fjórða árið í röð. Hún lék 72 holur á 381 höggi, en Birna Hafnfjörð Rafnsdóttir og  léku báðar á einu höggi meira. Ragnheiður gaf umspilsleikinn um annað sætið og fékk Birna því silfurverðlaunin á silfurfati.

Brynhildur Sigursteinsdóttir, klúbbmeistari GKB 2016 og 3 undanfarin ár.

Brynhildur Sigursteinsdóttir, klúbbmeistari GKB 2016 og 3 undanfarin ár.

Úrslit úr 1. flokki kvenna forg 0 til 20,4 höggleikur:

1. Brynhildur Sigursteinsdóttir 381 högg
2. Birna Hafnfjörð Rafnsdóttir 382 högg
3. Ragnheiður Karlsdóttir 382 högg