Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2016 | 07:00

GKB: Mótaskráin 2016

Nú er búið að setja upp mótaskrá sumarsins hjá Golfklúbbi Kiðjabergs. Fyrsta mótið verður haldið 21. maí og er það Grand Open. Lokamót sumarsins verður Bændaglíman, sem fram fer 17. september. Meistaramót klúbbsins verður 13. – 16. júlí. Alls verða 12 mót á vellinum í sumar.
Það er stefna klúbbsins að fækka frekar mótum en fjölga til að gefa félagsmönnum og gestum kost á að spila völlinn um helgar á sínum eigin forsendum.

Hér fyrir neðan má sjá mótaskrá GKB fyrir sumarið 2016:

21.05. Grand open – opnunarmót GKB – Texas scramble
10.06. Stóra Texas Scramble mótið – Texas scramble
17.06. Jónsmessumót – Texas scramble
18.06. Öldungamótaröðin ( LEK-MÓT ) – Punktakeppni
01.07. Firmakeppni GKB – Punktakeppni
09.07. Hjóna og Parakeppni GKB – Texas scramble
13.07. Meistaramót GKB – Höggleikur með og án forgjafar
15.07. Meistaramót GKB ungl. – öld. – opinn fl. – Punktakeppni
23.07. Gullmót Hansínu Jens – Punktakeppni (kvennamót).
30.07. Gull styrktarmót GKB – Texas scramble
12.08. Sveitakeppni GSÍ í flokki eldri kylfinga, 2. og 3. deild – Holukeppni
17.09. Bændaglíma – Texas scramble