Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2015 | 07:00

GKB: Kiðjabergið vinsælasti golfvöllurinn!

Kiðjabergsvöllur var lang mest sótti völlur ársins ef miðað er við þá sem framvísuðu GSÍ leikkorti.

Alls framvísuðu 418 kylfingar GSÍ kortinu í Kiðjaberginu.

Korpan og Grafarholt í sameiningu fengu 428 slíkar heimsóknir á golfárinu og Brautarholtsvöllur var þriðji vinsælasti völlurinn með 247 heimsóknir.

Miklar umræður urðu á ársþingi GSÍ um síðustu helgi um GSÍ kortið, en samtals var því framvísað 4.319 sinnum á árinu. Fleiri komu á vellina á landsbyggðinni eða 2.521 sinnum gegn 1.798 sinnum á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið var á ársþinginu að GSÍ korthafar greiði 1.500 krónur fyrir hverja heimsókn á næsta ári, eða 3.000 krónur fyrir hjón.

Ef við leikum okkur aðeins með tölur í þessu sambandi þá kosta 18 holur á Kiðjabergsvelli 5.500 kr. virka daga en 6.500 kr. um helgar. Ef við jöfnum þetta út og gefum okkur að Kiðjaberg hefði fengið 6 þús. kr. fyrir þessar 418 heimsóknir þá hefði klúbburinn fengið 2,5 millj. króna í kassann. Ef klúbburinn mun fá áfram þennan fjölda á næsta ári miðað við að allir greiði 1,500 kr. þá mun GKB fá um 640 þúsund krónur.

Alls voru leiknir 4.319 hringir á árinu 2015 þar sem GSÍ kortin voru notuð en alls voru gefin út 1.172 GSÍ kort.

Texti: GKB – á heimasíðu GKB  – Sjá nánar með því að SMELLA HÉR: