Jóhann Friðbjörnsson, fv. formaður GKB. Mynd: GKB
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 07:45

GKB: Jóhann Friðbjörnsson endurkjörinn formaður 10. árið í röð – Góð afkoma þrátt fyrir rigningasumar!

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn laugardaginn 13. desember í golfskálanum í Kiðjabergi. Á fundinn mættu 44 félagar. Jóhann Friðbjörnsson formaður flutti skýrslu stjórnar. Þar kom fram að um 2.000 fleiri komu á völlinn en árið á undan þrátt fyrir mjög svo afleitt veður um miðbik sumars. Þessi aukning var aðallega í ágúst og september .

Rekstur klúbbsins gekk mjög vel og góður hagnaður var af rekstri. Jenetta Bárðardóttir fór yfir reikninga klúbbsins. Þar kom fram að hagnaður af rekstri var kr. 9.352,360 fyrir afskriftir og fjármagnsliði, en að frádregnum þeim liðum er hagnaður kr. 2.676.796. Jenetta Bárðardóttir hætti í stjórn og í hennar stað kom Theódór S Halldórsson.

Almenn ánægja var með fundarstað en hann var haldinn í fyrsta skipti á heimavelli, í golfskálanum. Mæting var mjög góð þrátt fyrir tvísýna veðurspá.

Á meðan fundur stóð og að honum loknum var boðið uppá kaffi og kökur frá Bakarameistaranum og jólabjór og jólaöl frá Ölgerð Egils. Jóhannes Long var með glæsilega myndasýningu af golfvellinum, jafnframt húsum í Hestlandi og Kiðjabergi, en myndirnar tók hann úr flugvél í sumar.

Jóhann Friðbjörnsson var endurkosinn formaður klúbbsins.
Aðrir í stjórn 2015 eru.
Theódór S Halldórsson gjaldkeri.
Þorhalli Einarson ritari.
Gunnar Þorláksson meðstjórnandi.
Snorri Hjaltason meðstjórnandi.

Varamenn í stjórn eru:
Ágúst Friðgeirsson
Börkur Arnviðarson

Tillaga stjórnar að félagsgjöldum 2015 var samþykkt jafnframt var samþykkt 5.000 kr. greiðsla til veitingarsölu eins og á liðnu ári.

Hjónagjald  117.000

Fjölskyldugjald gildir fyrir hjón + börn að 16 ára aldri 122.000

Einstaklingsgjald:  66.000

Hjón 67 ára og eldri:  102.000

Einstaklingar 67 ára eða eldri:  53,000

Hjón þar sem annar aðili er 67 ára eða eldri:  109,500

Börn/unglingar að 18 ára aldri:  26.000

Þeir sem eru í námi lánshæfu samkvæmt LÍ:  53.000

Golfbílagjald:  13.000

Innifalið í félagsgjöldum er 50% afsláttur af vallargjaldi fyrir gesti, eingöngu í fylgd með félagsmanni virka daga, í alls 8 skipti. Fjaraðild án spilaréttar á vellinum, en þó innifalið einn hringur án endurgjalds, kr. 15.000. GSÍ aðild og aðgangur að golf.is. Innifalið í fjölskyldugjaldi er: Hjón + börn eða barnabörn að 16 ára aldri.