Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2015 | 12:00

GKB: Ísland vann Noreg

Óopinber landskeppni milli Íslands og Noregs var haldin á Kiðjabergsvelli í ágætu veðri fimmtudaginn 30. júli. Þess má geta að íslenska liðið hafði sigur, 252 punktar gegn 192 punktum Norðmanna. Allir skemmtu sér vel og var mikil ánægja með völlinn hjá erlendu gestunum. Það var norska ferðaskirfstofan Landsyn AS, sem eru í eigu íslenskrar fjölskyldu, sem stóð fyrir og skipulagði ferð norsku kylfinganna hingað til lands.

„Við völdum í ár að spila tvo hringi á Kiðjabergi og einn hring á höfuðborgarsvæðinu. Í þessari ferð blöndum við saman golfi og upplifun að náttúru Íslands,“ sagði Birna Ingólfsdóttir, einn eigenda norsku ferðaskrifstofunnar.

„Takk fyrir frábærar móttökur. Allir í hópnum vilja þakka fyrir skemmtilegan dag á frábærum golfvelli, með skemmtilegum golfspilurum og góðum mat. Okkar norsku þátttakendur rómuðu mjög völlinn og nátturufegurðina. Þó völlurinn væri á köflum krefjandi þá var það bara gaman. Og grínin eru ekki neitt
grín, það fengu Norðmennirnir að reyna, enda vanir miklu tregari grínum í Noregi. Það var einning gaman að svo margir íslenskir golfspilarar gáfu sér tíma til að spila með okkur og borða með okkur kvöldverð í golfskálanum. Vonandi getum við einhverntímann endurgoldið þessar góðu móttökur,“ sagði Birna.

Úrslit í landskeppninni var sem hér segir:
Ísland – Noregur 252:192
Verðlaun fyrir að vera næstur holu:
3. braut: Gerd Evy 10,35 m
7. braut: Ágúst Friðgeirsson 3,84 m
12. braut: Pálmi Örn Pálmason 8,00 m
16. braut: Gunnar Þorláksson 5,05. m

Punktakeppni kvenna:
Brynhildur Sigursteinsdóttir 32 punktar
Gunnhildur Valgarðsdóttir 30 punktar
Ragnheiður Karlsdóttir 29 punktar

Punktakeppni karla:
Gunnar Þorsteinsson 35 punktar
Pálmi Örn Pálmasson 34 punktar
Gunnar Guðjónsson 32 punktar

Ísland 252 punktar:
Gunnar þorsteinsson 35 punktar, Pálmi Örn Pálmasson 34 punktar, Gunnar Guðjónsson 32 punktar, Sigurjón þorláksson 32 punktar
Brynhildur Sigursteinsdóttir 32 punktar, Gunnhildur Valgarðsdóttir 30 punktar, Ragnheiður Karlsdóttir 29 punktar, Unnur Jónsdóttir 28 punktar.

Noregur: 192 punktar
Edvin 29 punktar, Thor 27 punktar, Knut 25 punktar, John Volden 21 punktar
Lisbeth Hestnæs 24 punktar, Laila 23 punktar, Birgitte Volden 22, Gerd Evy 21 punktar.