
GKB: Guðmundur og Sigríður sjá um veitingareksturinn hjá Golfklúbbi Kiðjabergs
Stjórn GKB sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
„Sæmdarhjónin Guðmundur Rúnar Lúðvíksson og Sigríður Eysteinsdóttir hafa verið ráðin til að sjá um veitingareksturinn í klúbbhúsinu okkar á Kiðjabergsvelli frá og með 1. maí í vor. Um leið þökkum við þeim Ingibjörgu Sólrúnu Magnúsdóttur og Elísabetu Halldórsdóttur, sem sáu um veitingasöluna í fyrrasumar, fyrir gott samstarf og góða vinnu fyrir klúbbinn. Þær mæðgur sáu sér ekki fært að starfa áfram við rekstur skálans vegna annarra starfa.
Við viljum bjóða Guðmund Rúnar og Sigríði velkomin til okkar í Kiðjabergið. Þau þarf vart að kynna fyrir golfurum, þar sem þau sáu m.a. um veitingar í golfskálanum í Leirunni til nokkurra ára. Þau munu flytja í Kiðjaberg og opna veitingarsölu um leið og völlurinn opnar í maí. Það er mikill fengur fyrir golfklúbbinn að fá jafn reynslumikla aðila eins Guðmund og Sigríði, þar sem þau þekkja þennan rekstur mjög vel og eins þekkja þau vel til kylfinga og þarfir þeirra.“
Heimild: www.gkb.is
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023