Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 08:35

GKB: Guðmundur og Sigríður sjá um veitingareksturinn hjá Golfklúbbi Kiðjabergs

Stjórn GKB sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Sæmdarhjónin Guðmundur Rúnar Lúðvíksson og Sigríður Eysteinsdóttir hafa verið ráðin til að sjá um veitingareksturinn í klúbbhúsinu  okkar á Kiðjabergsvelli frá og með 1. maí í vor. Um leið þökkum við þeim Ingibjörgu Sólrúnu Magnúsdóttur og Elísabetu Halldórsdóttur, sem sáu um veitingasöluna í fyrrasumar, fyrir gott samstarf og góða vinnu fyrir klúbbinn. Þær mæðgur sáu sér ekki fært að starfa áfram við rekstur skálans vegna annarra starfa.

Við viljum bjóða Guðmund Rúnar og Sigríði velkomin til okkar í Kiðjabergið. Þau þarf vart að kynna fyrir golfurum, þar sem þau sáu m.a. um veitingar í golfskálanum í Leirunni til nokkurra ára. Þau munu flytja í Kiðjaberg og opna veitingarsölu um leið og völlurinn opnar í maí. Það er mikill fengur fyrir golfklúbbinn að fá jafn reynslumikla aðila eins Guðmund og Sigríði, þar sem þau þekkja þennan rekstur mjög vel og eins þekkja þau vel til kylfinga og þarfir þeirra.“

Heimild: www.gkb.is