
GKB: Guðmundur og Sigríður sjá um veitingareksturinn hjá Golfklúbbi Kiðjabergs
Stjórn GKB sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
„Sæmdarhjónin Guðmundur Rúnar Lúðvíksson og Sigríður Eysteinsdóttir hafa verið ráðin til að sjá um veitingareksturinn í klúbbhúsinu okkar á Kiðjabergsvelli frá og með 1. maí í vor. Um leið þökkum við þeim Ingibjörgu Sólrúnu Magnúsdóttur og Elísabetu Halldórsdóttur, sem sáu um veitingasöluna í fyrrasumar, fyrir gott samstarf og góða vinnu fyrir klúbbinn. Þær mæðgur sáu sér ekki fært að starfa áfram við rekstur skálans vegna annarra starfa.
Við viljum bjóða Guðmund Rúnar og Sigríði velkomin til okkar í Kiðjabergið. Þau þarf vart að kynna fyrir golfurum, þar sem þau sáu m.a. um veitingar í golfskálanum í Leirunni til nokkurra ára. Þau munu flytja í Kiðjaberg og opna veitingarsölu um leið og völlurinn opnar í maí. Það er mikill fengur fyrir golfklúbbinn að fá jafn reynslumikla aðila eins Guðmund og Sigríði, þar sem þau þekkja þennan rekstur mjög vel og eins þekkja þau vel til kylfinga og þarfir þeirra.“
Heimild: www.gkb.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024