Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2014 | 11:00

GKB: Aðalfundur fer fram í Golfskálanum Kiðjabergi laugard. 13. des kl. 13:00

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður  haldinn í Golfskálanum Kiðjabergi laugardaginn 13. desember 2014. hefst fundurinn kl 13:00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf:

 Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirfarandi mál:

1.    Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
2.    Fundargerð síðasta Aðalfundar lesin upp.
3.    Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
4.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
5.    Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga klúbbsins.
6.    Lagabreytingar kynntar og teknar til afgreiðslu.
7.    Tilaga stjórnar um félagsgjöld lögð fram.
8.    Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna samk. lögum klúbbsins.
9.    Önnur mál.

Að loknum fundi verður boðið uppá kaffi og kökur í boði Bakarameistarans. Kynningu á jólabjór frá Ölgerð Egils og létt spjall um allt það sem tengist starfsemi klúbbsins.

Jóhannes Long verður með myndasýningu frá flugferð sem hann fór yfir svæðið á liðnu sumri, þar geta félagar séð margar fallegar myndir af golfvellinum okkar og húsunum ykkar sem hann tók í þeirri ferð.

Félagsfatnaður verður á sérstöku tilboðsverði og er hann tilvalin til jólagjafa.

Stjórn GKB.