Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 21:21

GK: Yngsta kynslóðin hóf meistaramót Keilis

Það var yngsta kynslóðin sem hóf leik í Meistaramóti Keilis nú í morgunsárið.

Fyrsta holl var klukkan 06:30, þá má segja að viku golfveisla sé hafin á Hvaleyrarvelli.

Formaður Keilis opnaði mótið einsog vant er og óskaði keppendum góðs gengis.

Lokað var fyrir skráningu í morgun á netinu, enn ef einhverjir hafa gleymt sér þá er hægt að skrá sig í þá flokka sem hefja leik á miðvikudag í dag og á morgun.

Yfir 300 kylfingar eru skráðir til leiks og lofar veðrið heldur betur góðu. Enginn vindur í kortunum og spáð er hlýindum alla vikuna!