Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2015 | 11:00

GK: Þorrablót 23. janúar n.k.

Vinsæla Þorrablót Golfklúbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði verður haldið föstudaginn 23. janúar 2015, á Bóndadaginn.  Húsið verður opnað kl. 19:30.

Að venju verður boðið upp á hákarl og ískalt brennivín í startið. Borðhald hefst kl. 20:00.

Matseðill kvöldsins, er þorramatur auk þess sem boðið er upp á  glæsileg skemmtiatriði.

Keilisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Í fyrra var uppselt, aðeins verða seldir 65 miðar. Miðaverð er kr. 5.000

Skráning á pga@keilir.is