Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2015 | 10:00

GK: Sveinn Steindórsson hverfur af Hvaleyrinni á Öndverðanesið

Sveinn Steindórsson, sem starfað hefur sem aðstoðarvallarstjóri hjá Keili síðustu 5 ár, skipti um starfsvettvang nú á dögunum og er að hefja störf hjá Golfklúbbi Öndverðanes.

Sveinn hefur starfað við hlið Bjarna og Daníels vallarstjóra Keilis síðustu ár.

Golfklúbburinn Keilir þakkar Sveini á vefsíðu sinni fyrirgóð störf fyrir Keili í gegnum árin og er honum óskað  velfarnaðar hjá nýjum golfklúbbi.

Eftirsjá er af Sveini, en verður jafnframt gaman að koma í Öndverðarnesið að spila þar.

Við starfi Sveins tekur Arnaldur Birgisson, Arnaldur hefur starfa hjá Keili síðastliðið ár og þar á undan hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.