Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2012 | 13:00

GK: Sunnudagspúttmótaröðin vinsæla hefst í dag – Tími: kl. 14-18!

Sunnudagspúttmótaröð Hraunkots hefst (í dag) 8.janúar 2012. (Púttmótaröðin) hefst eftir klukkustund þ.e. kl. 14:00 og leikið er til kl. 18:00.  Leiknir eru 2 hringir og telur betra skor. Síðan telja 6 bestu hringirnir af 10. Verðlaun eru boltakort í Hraunkoti fyrir 4 efstu sætin í hverju móti . Góa- Linda gefur síðan glæsilegar gjafakörfur fyrir þá sem ná bestum árangri í heildar keppninni ( 6 bestu hringir telja). Þátttökugjald einungis 500 krónur.

Heimild: www.keilir.is