Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2017 | 03:00

GK: Styrktarmót fyrir Axel 28. maí n.k.!!!

Sunnudaginn 28. maí verður haldið á Hvaleyrarvelli styrktarmót fyrir Axel Bóasson og verður leikið tveggja manna Texas Scramble.

Axel hefur verið að leika á Nordic Golf League mótaröðinni og hefur verið að gera vel undanfarið.

Axel tók risastökk um daginn á heimslistanum og fór upp um 444 sæti eftir góðan árangur á Nordic Golf League.

Eins og fyrra verður Axel með púttleik á púttflötinni fyrir neðan golfskálann og kostar 1000 kr að taka þátt.

Þar verða glæsileg gjafabréf frá Heimsferðum í boði.

Í mótinu sjálfu verða einnig glæsileg verðlaun í boði og kostar 6000 kr á mann að taka þátt í því.

Axel verður að sjálfsögðu á svæðinu allan tímann og um að gera að koma við og sýna honum stuðning.

Skráning fer fram á golf.is (komast má á þann link með því að SMELLA HÉR:) og eins í síma 565-3360 og hvetjum við sem flesta að taka þátt og sýna stuðning.