Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 11:45

GK: Styrktarmót Axel Bóassonar fer fram á Hvaleyrarvelli n.k. laugardag

Þann 27. september næstkomandi verður haldið styrktarmót á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði fyrir Axel Bóasson, sem er að hefja atvinnumannaferill sinn. Axel mun byrja  á því að fara í úrtökumót fyrir Evrópsku mótaröðina sem fram fer  í Þýskalandi og einnig úrtökumót fyrir Nordic Golf League mótaröðina. Til þess að takast á við þessi verkefni þarf hann á fjárhagslegum stuðningi að halda og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta til að styðja þennan frábæra kylfing.

Hægt er að komast inn á golf.is til þess að skrá sig styrktarmót Axels með því að SMELLA HÉR: 

Keppnisfyrirkomulag mótsins verður tveggja manna Texas Scramble.

Fjöldi veglegra vinninga verða í boði. Kjörið tækifæri fyrir alla til að styrkja Axel í komandi baráttu sinni og spila Hvaleyrarvöll í sínu allra besta ástandi .

Þáttökugjald er 5000 kr á mann. 

Mörg fyrirtæki hafa lagt Axel til afar glæsileg verðlaun,m.a. 

Íslensk Ameríska,Hótel Örk,Innnes ,Altís, Askur, Fjarðarkaup, Fiskmarkaður Íslands J.S.Gunnarsson,Globus,Grillmarkaðurinn,Golfkylfur.is,NTC og margir fleiri.

Skráning í mótið fer fram á golf.is og í golfverslun Keilis í síma 5653360

Þeim sem ekki geta tekið þátt í mótinu en vilja styrkja Axel, geta lagt inn á styrktarsjóð hans  í banka 140-26-32715 kt.280663-2129