Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 21:00

GK: Stjórnarbreytingar – Ingveldur og Pálmi gefa ekki kost á sér aftur í stjórn

Á aðalfundi Keilis 9. desember nk. liggur fyrir að kjósa þurfi tvo nýja stjórnarmenn.

Þau  Ingveldur Ingvarsdóttir og J. Pálmi  Hinriksson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Ingveldur hefur verið í stjórn frá árinu 2009 lengst af sem formaður kvennanefndar en kvennastarf GK hefur verið í miklum blóma. Nú síðasta ár sinnti Ingveldur hlutverki ritara.

Pálmi var kjörin í stjórn á aðalfundi 2001 og hefur verið gjaldkeri Keilis frá árinu 2004. Pálmi hefur sinnt hlutverki sínu einstaklega vel og stýrði fjármálum Keilis í gegnum erfiða tíma með mikilli festu. Ber að þakka honum sérstaklega það óeigingjarna starf.

Ingveldur og Pálmi þakka stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum fyrir afar ánægjulegt samstarf.

Stjórn GK vill þakka Pálma og Ingveldi sérstaklega fyrir þeirra framlag.

Stjórn GK  hvetur jafnframt áhugasama félagsmenn til að bjóða sig fram í stjórn, hafi þeir áhuga á að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem framundan eru.