Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 08:00

GK: Steingrímur Daði hlaut Háttvísibikarinn

Það er hefð fyrir því að veita Háttvísibikar GSÍ, ásamt fleiri viðurkenningum á aðalfundi Keilis ár hvert.

Þennan Háttvísisbikar hlýtur sá iðkanndi í unglingastarfinu, sem hefur vakið eftirtekt fyrir framkomu og æfingar á árinu.

Fyrir árið 2014 hlaut  Steingrímur Daði Kristjánsson bikarinn.

Steingrímur Daði er einn allra efnilegasti kylfingur GK og vekur jafnframt eftirtekt fyrir góða og prúða framkomu jafnt á golfvellinum einsog fyrir utan hann.

Hann er því vel að þessari nafnbót kominn.  Golf 1 óskar Steingrími Daða innilega til hamingju!