Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 23:00

GK: Ólöf efst eftir Öskudagspúttmót Keiliskvenna – Dröfn alías „María Antoinette“ var í flottasta búningnum

Í gær fór fram Öskudagspúttmót Keiliskvenna og var mæting með besta móti, en alls mættu 48. Eins og fyrri ár gaf að líta margt fagurra búninga. Búningur Drafnar Þórisdóttir var valinn sá fegursti, en hún mætti sem „María Antoinette.“

Anna Snædís Sigmarsdóttir og Ólöf Baldursdóttir voru á lægsta skorinu, glæsilegum 25 púttum. Í 2. sæti var Erla Jónsdóttir með 26 pútt og síðan kom Þórdís Geirsdóttir með 27 pútt.

Staða efstu Keiliskvenna eftir 6 mót (4 bestu skorin telja) er eftirfarandi:

Ólöf Baldurs er í 1. sæti eftir 6. púttmót!

1. sæti Ólöf Baldursdóttir 113 pútt

2.-3. sæti Þórdís Geirsdóttir 114 pútt

2.-3. sæti Guðrún Bjarnadóttir 114 pútt

4. sæti Dagbjört Bjarnadóttir 116 pútt

5. sæti Valgerður Bjarnadóttir 117 pútt

6.-7. sæti Jóhanna Sveinsdóttir 120 pútt

6.-7. Svava Skúladóttir 120 pútt

Sjá má myndaseríu úr mótinu með því að smella hér: ÖSKUDAGSPÚTTMÓT KEILISKVENNA 22. FEBRÚAR 2012