GK: Mánaðarmótið – Styrktarmót fyrir sveitir Keilis
Golfklúbburinn Keilir stendur fyrir nýjung í keppnishaldi á Íslandi. Um er að ræða styrktarmót fyrir sveitir Keilis sem keppa á Evrópumóti klúbbliða í Búlgaríu og Þýskalandi. Mótið stendur yfir í einn mánuð, frá 10. september til 10. október.
– Þú getur tekið þátt hvenær sem þér hentar.
– Besta skorið gildir hverju sinni í mótinu.
– Þú bókar rástíma sjálf/ur í gegnum bókunarkerfi Keilis á golf.is.
Innanklúbbsreglur um bókun rástíma gilda fyrir alla keppendur.
– Þú tilkynnir þátttöku í golfverslun og greiðir þátttökugjald fyrir hringinn
og skilar undirskrifuðu korti eftir hring á sama stað.
– Þú mátt spila eins oft og þú vilt meðan á mótinu stendur, frá 10. september til 10. október.
Þátttökugjald einungis 1500 krónur fyrir Keilisfélaga og 3500 krónur fyrir utanfélagsmenn.
Gjald fyrir utanfélagsmenn gildir einungis þegar þeir keppa á þessu móti, annars er vallargjaldið 6.500 kr. á Hvaleyrarvelli.
Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í höggleik og 20 efstu sætin í punktakeppni.
Leikin er punktakeppni með hámarksforgjöf 18.
Þátttaka í mótinu er kjörið tækifæri til að spila golf á Hvaleyrarvelli í móti þegar þér hentar gegn vægu gjaldi.
Hvaleyrarvöllur skartar sínu fegursta þessa dagana, og er í toppstandi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
