Horft yfir á Hraunkot. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2015 | 12:00

GK: Liðapúttmótaröð Hraunkots 2015 að hefjast – skráningarfrestur rennur út fimmtud. 5. feb.

Nú er tíminn til að skrá sig í liðapúttmótaröð Hraunkots 2015, en lokaskilafrestur til að skrá lið er 5. febrúar n.k. þ.e. á fimmtudaginn n.k.

Verðlaun verða veitt fyrir efstu 4 sætin, 30% af þátttökugjöldum fara í verðlaun.

Stofnuð verður facebook síða þar sem úrslit hvers leiks eru sett inn og umræður og vangaveltur skapast um leiki.

Þátttökugjald er 15.000,- kr. fyrir hvert lið. 

Leiknar eru 36 holur í hvert sinn.

1 x betri bolti og 2 x tvímenningar. Hvert lið hefur hámark 6 keppendur.

Keppt verður um helga í febrúar þ.e. 7.-8. febrúar; 14.-15. febrúar; 21.-22. febrúar og úrslit 28. febrúar – 1. mars 2015.

Liðum verður skipað í riðla. 

Form úrslitakeppni ræst af fjölda liða í keppninni.

Allir velkomnir.

Upplagt tækifæri fyrir spilahópa og félaga til að halda golffélagsskapnum gangandi í vetur.

Hraunkot – Golfæfingarsvæði