Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 06:00

GK: Keilir lauk keppni í 8. sæti á EM golfklúbba

EM golfklúbba fór fram í Portúgal dagana 20.-22. október og lauk keppni því í gær.

Golfklúbburinn Keilir sendi sveit sem skipuð var þeim: Andra Páli Ásgeirssyni, Henning Darra Þórðarsyni og Vikar Jónassyni.

Í einstaklingskeppninni urðu Henning Darri og Vikar T-14 en Andri Páll T-55.

Í liðakeppninni hafnaði sveit Keilis í 8. sæti; en sveit Golf St Germain en Laye frá Frakklandi sigraði í mótinu.

Til þess að sjá lokastöðuna í EM golfklúbba SMELLIÐ HÉR: