Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 15:45

GK: Karlasveit Keilis Íslandsmeistarar í 1. deild 2016

Golfklúbburinn Keilir fagnaði sigri í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2016 sem lauk í sunnudaginn 26. júní 2016,  á Korpúlfstaðavelli. Keilir sigraði GKG í úrslitaleik 4-1.

GR varð í þriðja sæti eftir sigur gegn GM í leikum bronsverðlaunin en GM hafði titil að verja í þessari keppni. Golfklúbbur Setbergs og Golfklúbbur Borgarness féllu úr 1. deild.

Benedikt Sveinsson og Henning Darri Þórðarson sigruðu Alfreð Brynjar Kristinsson og Egil Ragnar Gunnarsson í fjórmenningsleiknum 4/1, Axel Bóasson bætti við einum sigri fyrir Keili gegn Aroni Snæ Júlíussyni 5/4 og Gísli Sveinbergsson tryggði sigurinn með 4/3 sigri gegn Ragnari Má Garðarssyni. Tveimur leikjum var þá ekki lokið og sömdu þeir um jafntefli en þar áttu við Birgir Leifur Hafþórsson, GKG – Vikar Jónasson GK, Rúnar Arnórsson GK og Ólafur Björn Loftsson GKG.

Þetta er í 14. sinn sem Keilir fagnar sigri í þessari keppni sem fékk nýtt nafn í vor en hét áður Sveitakeppni GSÍ. Keilir hefur sigrað á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild í þrjú skipti á síðustu fjórum árum. GM hafði titil að verja í þessari keppni.

Sigrar Keilis á Íslandsmóti golfklúbba: (1971, 1977, 1978, 1988, 1989, 1990, 1991, 1993, 2000, 2008, 2013, 2014, 2016)
Lokastaðan:

1.Golfklúbburinn Keilir
2. Golfklúbbur Kópav. og Garðab.
3. Golfklúbbur Reykjavíkur
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
5. Golfklúbburinn Jökull
6. Golfklúbbur Kiðjabergs
7.Golfklúbbur Borgarness
8. Golfklúbbur Setbergs

Öll úrslit úr 1. deild karla má nálgast með því að SMELLA HÉR: