Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2020 | 18:00

GK Íslandsmeistari golfklúbba í drengjaflokki 15 ára og yngri

Íslandsmeistaramót golfklúbba í drengjaflokki 15 ára og yngri fór að þessu sinni fram á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og lauk í gær, laugardaginn 27. júní 2020.

Keilir sigraði A-sveit Golfklúbbs Akureyrar í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur varð í þriðja sæti eftir sigur á GKG í bronsleiknum.

Sjá má lokastöðuna á Íslandsmeistaramóti golfklúbba í drengjaflokki 2020 hér að neðan: 

1  sæti Golfklúbburinn Keilir (Hraunkot)
2. sæti Golfklúbbur Akureyrar -A
3. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur – Korpa
4. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar – A
5. sæti Golfklúbburinn Keilir – Hvaleyrin
6. sæti Golfklúbburinn Leynir
7. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar – B
8. sæti Golfklúbbur Selfoss
9. sæti Golfklúbbur Akureyrar/Golfklúbbur Húsavíkur (B)
10. sæti Golfklúbbur Grindavíkur
11. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur – Grafarholt
12. sæti Nesklúbburinn
13. sæti Golfklúbbur Skagafjarðar

Í aðalmyndaglugga: Sigursveit GK á Íslandsmeistaramóti golfklúbba í drengjaflokki 2020.