Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2016 | 18:00

GK: Hluti landsliðsins í knattspyrnu lék á Hvaleyrinni!

Nú er kominn tími hjá strákunum okkar að slaka aðeins á eftir frábært Evrópumót í fótbolta.

Í gær, 5. júlí 2016 kom hluti hópsins á Hvaleyrarvöll og lék golf í blíðviðrinu.

Það var Magnús Gylfason félagi í Keili og nefndarmaður í landsliðsnefnd KSÍ sem bauð leikmönnunum Birki Bjarnassyni og Herði Björgvin Magnússyni uppá golfhring til að dreifa aðeins huganum eftir annasaman mánuð í Frakklandi.

Einnig var Rúnar Pálmarsson sjúkraþjálfari liðsins með í för.

Strákarnir okkar í knattspyrnunni ekki bara góðir í fótbolta …. heldur líka í golfi!