Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2017 | 09:00

GK: Heimsókn frá Hvaleyrarskóla

Þann 17. janúar s.l. voru 40 krakkar frá Hvaleyrarskóla í heimsókn í Hraunkoti.

Þetta voru stelpur og strákar í 4. til 7. bekk, sem hafa verið að vinna með öðrum nemendum í vinaliðaverkefni í frímínútum í skólanum sínum.

Golfkennarar Keilis þeir Björgvin og Karl tóku á móti krökkunum.

Allir fengu að prófa að pútta og slá og var heimsóknin mjög vel lukkuð.

Vonandi er að áhugi á golfi hafi vaknað hjá einhverjum af þessum flottu krökkum!