Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2020 | 18:00

GK: Hafþór og Örn með ása

Örn Einarsson fór holu í höggi á 15. holu Hvaleyrarvallar, í gær, þriðjudaginn 28. júlí 2020.

Með honum í holli og vitni að ásnum voru Halldór Þórólfsson, Sigurður Sigmundsson og Jörundur Guðmundsson.

Á sama degi náði Hafþór Hafliðason (mynd hér að ofan) að fara holu í höggi á 4. braut Hvaleyrarvallar.

4. og 15. brautir Hvaleyrarvallar eru báðar par-3 og  139 metra langar af gulum teigum.

Golf 1 óskar þeim Hafþóri og Erni innilega tl hamingju með inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!

Í aðalmyndaglugga: Örn Einarsson á 15. braut Hvaleyrarvallar. Mynd: GK