Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 13:00

GK: Guðrún Brá Björgvinsdóttir hlaut Framfarabikar stúlkna

Sú sem hlaut Framfarabikar stúlkna hefur verið meðal fremstu kylfinga landsins í mörg ár.

Hún spilar ávallt stöðugt og gott golf og er ávallt að berjast um sigur í mótum á meðal okkar sterkustu kvennkylfinga.

Hún er nú við nám í Fresno State í Kaliforníu þar sem hún spilar í bandaríska háskólagolfinu.

Framfarabikarinn á árinu 2014 hlaut Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Björgvin faðir Guðrúnar tók á móti bikarnum úr hendi formanns í fjarveru hennar.

Golf 1 óskar Guðrúnu Brá innilega til hamingju með Framfarabikar stúlkna 2014!!!