Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 15:30

GK: Golfþjálfun f. félagsmenn

Golfklúbburinn Keilir býður upp á reglulegar golfæfingar í vetur.

Slær ykkar hjarta gleðislátt bara við tilhugsunina um golf?

Slær ykkar hjarta gleðislátt bara við tilhugsunina um golf?

Markmiðið er að aðstoða hinn almenna félagsmann við að byggja upp markvissari æfingar og kennslu yfir vetrartímann og búa sig þar með betur undir næsta golftímabil.

Farið er í helstu þætti leiksins í bland við kennslu og þjálfun.

Einnig er boðið upp á golfreglukvöld í vetur.

Þjálfunarleiðin er alls tíu tímar og er hver tími í 50 mínútur.

Hægt er að velja um það að vera í hópi eftirtalda daga og í hádeginu eða á kvöldin.

Þriðjudagar kl. 19:00

Miðvikudagar kl. 12:00

Miðvikudagar kl. 19:00

Fimmtudagar kl. 12:00

Fimmtudagar kl. 19:00

Kennarar eru þeir Björn Kristinn og Karl Ómar PGA golfkennarar hjá Keili

Verð er 25.000 kr.

Boltar eru ekki innfaldir í verði.

Skráning er á netfangið kalli@keilir.is eða á bkbgolf@gmail.com

Nánari upplýsingar gefur Kalli í síma 863-1008