Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 10:00

GK: Golfnámskeið í ágúst og september

Í ágúst og september eru golfnámskeið hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, sem vert er að huga að.

Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga allt frá byrjendum til lengra komna. Námskeiðin eru öllum opin, ekki einungis félagsmönnum Keilis.

VELKOMIN Í GOLF helgarnámskeið

– Námskeið fyrir þau sem eru að byrja í golfi eða vilja kynna sér íþróttina.

laugardagur 20. ágúst og sunnudagur 21. ágúst kl. 10:00 til 12:00 báða dagana.

FRAMHALDSNÁMSKEIÐ í golfi

laugardagur 3. september og sunnudagur 4. september kl. 10:00 til 12:00 báða dagana.

STUTTA SPILIÐ OG TEIGHÖGGIN

16.,18., 23. og 25. ágúst klukkan 18:00 eða kl. 19:00

Farið er í grunnatriði í tækni varðandi:lágu vippin, 10-50 m fleyghögg inn á flatir, glompuhögg, stutt, milli og löngu pútinn, teighöggin.

Kennarar eru þeir Kalli og Bjössi PGA golfþjálfarar Keilis.

Verð er 15.000 kr. og eru kúlur innifaldar í námskeiðinu. Hægt er að fá lánaðar kylfur.

Skráning er á karl.omar.karlsson@grundaskoli.is