Sigurpáll Geir Sveinsson, afmæliskylfingur dagsins á Golf 1 í dag, 12. júní 2016 er að mati Víðis besti golfkennari á Íslandi. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 07:00

GK: Golfkennarar láta af störfum

Sigurpáll Geir Sveinsson og Jóhann Hjaltasson golfkennarar Keilis, hafa óskað eftir því við stjórn Keilis að láta af störfum til að takast á við ný verkefni.

Stjórnin hefur orðið við þeirri  ósk.

Sigurpáll  hefur starfað hjá Keili síðastliðin fjögur ár og Jóhann síðustu þrjú ár.

Sigurpáll Geir ásamt Jóhanni og Björgvini Sigurbergssyni, sem hætti fyrir ári síðan hafa átt stærstan þátt í velgengni barna og unglinga GK á mótaröðum GSÍ.

Það er því eftirsjá af þessum frábæru golfkennurum.