Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2012 | 12:25

GK: Framtíðarskipulag Keilis

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði má sjá eftirfarandi frétt um framtíðarskipulag Hvaleyrarvallar, sem og litla par-3 holu völl Keilis, Sveinkotsvöll:

„Hér (að ofan) má sjá framtíðarskipulag seinni holna Keilis, vinsamlegast smelllið á mynd til að sjá teikninguna. Í fjárhagsáætlun Keilis sem sammþykkt var á aðalfundi nú í desember fyrir 2012, er ráðgert að klára holu númer 15 sem er par 3 hola sem getur nýst inní Sveinskotsvöll fyrst til að byrja með áður enn holan verður tekin inní endanlegt skipulag. Skipulagið gerir enfremur ráð fyrir því að á næstu árum verður hægt að vinna hægt og rólega í endurgerð holna 14 og 13 án þess að það hafi áhrif á daglegt golf. Einnig verður Sveinskotsvöllur samkvæmt þessu skipulagi í fullri lengd og mun meira krefjandi enn er í dag.“