Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 11:30

GK: Endurskoðun á forgjöf félagsmanna – flestir 64% halda óbreyttri forgjöf -13% lækka og 5% hækka í forgjöf

Forgjafarnefnd Keilis hefir nú nýlega yfirfarið upplýsingar sem koma af golf.is til endurskoðunar á forgjöf félagsmann fyrir árið 2012. Flestir eða um 64% félagsmanna GK halda óbreyttri forgjöf. Um 13% lækka í forgjöf og 5% hækka í forgjöf. Síðan eru óvirkir félagsmenn 18%.

Til samanburðar héldu 61% félagsmanna óbreyttri forgjöf í fyrra, árið 2011, 14% lækkuðu í forgjöf  og 5% hækkuðu í forgjöf og 20% félagsmanna voru óvirk.

Það er því lítil breyting milli ára, það helsta er kannski að örlítið fleiri félagsmenn 3% halda óbreyttri forgjöf og færri 2% eru óvirkir.

Fljótlega mun GSÍ uppfæra golf.is og þá eiga félagsmenn GK að sjá hvar þeir standa fyrir komandi ár.

Heimild: www.keilir.is