Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2020 | 14:00

GK: Björgvin lætur af störfum

Björgvin Sigurbergsson, golfkennari og fyrrum íþróttastjóri GK hefir ákveðið að láta að störfum hjá Golfklúbbnum Keili.

Það er mikil eftisjá af Björgvini; en undir hans handleiðslu hafa margir kylfingar, áhuga- sem atvinnumenn, bætt getu sína í golfi.

Að öllum ólöstuðum er Björgvin einn besti golfkennari Íslands; en það fer ekki alltaf hönd í hönd að vera margfaldur Íslandsmeistari, bikar- og stigameistari og klúbbmeistari GK og að geta miðlað kunnáttu í golfi.

Sjá má tilkynninguna frá Golfklúbbnum Keili um það að Björgvin hafi látið af störfum fyrir klúbbinn með því að SMELLA HÉR: