Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2011 | 17:00

GK: Bergsteinn Hjörleifsson endurkjörinn formaður – Rekstrarhagnaður upp á 25,5 milljónir árið 2011

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði fór fram í gær, 6. desember 2011.  Á heimasíðu GK, keilir.is segir eftirfarandi um fundinn:

„Aðalfundur Keilis var haldin í gærkveldi, 60 manns mættu á fundinn. Bergsteinn Hjörleifsson var endurkjörinn formaður til næsta árs. Hagnaður var af rekstri klúbbsins uppá 25.525.176 kr. Þá voru einsog árlega veitt verðlaun til yngstu kynslóðarinnar fyrir mestar framfarir á árinu. Guðbjörg Sigurðardóttir sem starfað hefur á skrifstofu félagsins var einnig kvödd , enn hún hefur látið af störfum vegna aldurs. Þakkar stjórnin henni kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Sjá ársskýrslu og reikninga félagsins hér að neðan.

Guðrún Brá hlaut framfarabikar stúlkna í GK.

Ársskýrsla stjórnar Keilis 2011

Eftirtaldnir fengu viðurkenningar:

Bjartasta vonin                       Birgir Björn Magnússon
Framfarabikar drengja         Gísli Sveinbergsson
Framfarabikar stúlkna          Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Háttvísisbikar GSÍ                  Vikar Jónsson
Bikarmeistari keilis                Helgi Rúnólfsson
Þrauseigjuverðlaunin            Sigurður Héðinsson“