Epli Opið Mót á Hvaleyrinni fer fram 9. ágúst 2014. – Opna Epli.is 23. júlí 2016. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 13:00

GK: Árni Freyr og Friðrik Þór sigruðu í epli.is mótinu

Í gærkvöldi, 9. ágúst 2014 lauk glæsilegu opnu móti á vegum Epli.is og Golfklúbbsins Keilis, þar sem keppt var um marga flotta vinninga.

209 kylfingar skráðu sig til leiks í þessu risamóti og var byrjað að ræsa út eldsnemma í morgun eða kl 06:50 og lauk ræsingu kl 15:30.

Hvaleyrarvöllur auðvitað í flottu standi og veðrið reyndar líka, en vindar blésu töluvert eftir hádegi og því var völlurinn mjög krefjandi.

Veitt voru verðlaun fyrir besta skor í höggleik og 5. efstu sætin í punktakeppni. Einnig voru veitt verðlaun fyrir 75 og 150 sætið í punktakeppni. Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum, lengsta teighögg á 13. braut og næstur holu í 2. höggi á 18. braut.

Í lok móts var svo einnig dregið úr skorkortum. Sigurvegarinn í punktakeppninni var svo Friðrik Þór Sigmarsson  GV með 39 punkta. Golfklúbburinn Keilir og Epli.is þakkar öllum þeim sem tóku þátt í mótinu kærlega fyrir. Úrslit urðu svo eftirfarandi:

Besta skor dagsins átti Árni Freyr Sigurjónsson  GR  2 yfir pari, 73 högg.

Punktakeppni:

1. sæti Friðrik Þór Sigmarsson, GV 39 punktar

2. sæti Bjarki Þór Atlason, GKG 39 punktar

3. sæti Einar Oddur Sigurðsson, GKB, 39 punktar

4. sæti Vikar Jónasson, GK, 39 punktar

5. sæti Guðni Siemsen Guðmundsson, GK, 38 punktar

75. sæti Oddgeir Björn Oddgeirsson, GEY

150. sæti Logi Úlfljótsson, GLK

Nándarverðlaun:

4. braut Júlíanna Guðmundsdóttir, GR, 171,5 cm

6. braut Steinþór Sigurðsson, GKB, 49,5 cm

10. braut Freyr Ketilsson, GBR, 71 cm

16. braut Sigurður Fannar Guðmundsson, GR, 29 cm

Lengsta dræv á 13. braut

Ólafur Sigurjónsson, GR

Næstur holu í 2 höggum á 18. braut