Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2014 | 09:00

GK: Aðalfundur fer fram þriðjud. 9. des kl. 19:30 – Lagabreytingartillaga – Sjá hér:

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi auglýsingu:

Þá er komið að árlegum aðalfundi Keilis. Enn hann fer fram þriðjudaginn 9. desember klukkan 19:30. Dagskráin er samkvæmt lögum félagsins, í ár liggur fyrir fundinum tillaga til lagabreytinga. Stjórn Keilis finnst það nauðsynlegt að aðlaga lög klúbbsins að þeim hætti sem unnið hefur verið eftir síðustu ár. Með því að smella á tillöguna geta félagsmenn skoðað um hvað hún snýst  GK lagabreytingatillaga 19/11/2014

Annars er hér dagskrá fundarins:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
4. Lagabreytingar – stjórnarkjör (tillögur liggja frammi á skrifstofu viku fyrir fund)
5. Stjórnarkosning
6. Kosning endurskoðanda
7. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að
8. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2015
9. Önnur mál

Stjórn Golfklúbbsins Keilis