Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 12:45

Giulia Molinaro næsta golfstjarna Ítala?

Giulia Molinaro hefir vakið athygli á sér fyrir góðan leika á Meijers LPGA Classic í Michigan.

Hún er í hálfleik mótsins í 10. sæti á samtals 4 undir pari, aðeins 6 höggum á eftir forystukonunni Inbee Park.

Giulia Moninaro er góður sendiherra Kenya, en þó ítösk sé kynnir hún landið sem hún ólst upp í, Kenya, hvert sem hún fer.

Giulia Moninaro er góður sendiherra Kenya, því þótt ítösk sé kynnir hún landið sem hún ólst upp í, Kenya, hvert sem hún fer.

Giulia fæddist 23. júlí 1990 og er því nýorðin 24 ára. Hún á sér nokkuð sérstaka ævi en aðeins nokkurra mánaða gömul fluttist hún til Kenya með foreldrum sínum, þar sem faðir hennar var að flýja herskyldu á Ítaliu, en hann kaus fremur að ljúka læknanámi sínu í Afríku heldur en að fara í herinn.

Hér má sjá góða grein um þennan hlut ævi Molinaro, í góðri grein SYMETRA SMELLIÐ HÉR: 

Eins má sjá viðtal LPGA við hana, en hún er að vekja heilmikla athygli fyrir góðan leik sinn á Meijers eins og segir SMELLIÐ HÉR: 

Molinaro byrjaði annars að spila golf 12 ára.  Hún er í ítalska golflandsliðinu og hefir m.a. tekið þátt í Junior Ryder Cup.  Molinaro var frá 18 ára aldri í bandaríska háskólagolfinu, en hún lék með liði Arizona State (var það m.a. valin  PAC 12 Player of the Year (2012); First team All-American (2012) og PAC 12 First Team (2012).

Árið 2012 útskrifaðist Molinaro frá Arizona State og strax árið eftir, 2013  var hún farin að spila í 2. deild LPGA – Symetra Tour, þar sem hún er enn.

Meðal áhugamála Molinaro eru kvikmyndir, flugdrekar, tónlist og ljósmyndun.

Það verður áhugavert að fylgjast með þessari snjöllu, ítölsku stúlku í framtíðinni!!!