Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 10:30

Guðrún Brá Björgvinsdóttir besti íslenski kvenkylfingurinn á heimslista áhugamanna

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er besti íslenski kvenkylfingurinn á heimslista áhugamanna, en hún er í 336. sæti.

Guðrún Brá er nú að hefja 2. ár sitt í Fresno State í Kaliforníu og er fyrsta mótið hennar eftir rúma viku, þ.e. þann 8. september 2014, Ptarmigan Ram Classic, sem fram fer í Fort Collins, Colorado.

Guðrún Brá er, eins og svo margir af okkar frábæru stúdentum, við æfingar í Bandaríkjunum og því ekki með í lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar.

Í 2. sæti á heimslista áhugamanna er Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2011 og 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún er í 412. sæti og Sunna Víðisdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2013 er í 3. sæti þ.e í 446. sætinu.

Þessar þrjár: Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Sunna eru þær einu sem eru á topp-450 listanum.

Sjá má listann yfir bestu íslensku kvenkylfingana á heimslista áhugamanna með því að SMELLA HÉR: