Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 11:30

Gísli Sveinbergsson besti íslenski kylfingurinn á heimslista áhugamanna í karlaflokki

Gísli Sveinbergsson, GK er aldeilis að gera góða hluti.

Hann hefir nú með stuttu millibili orðið í 3. sæti í sterkum mótum erlendis; annars vegar Brabants Open í Hollandi og hins vegar á Opna finnska meistaramóti áhugamanna í Finnlandi s.l. helgi.

Gísli er sem stendur í 185. sæti á heimslista áhugamanna og fer upp um 53 sæti milli vikna, en hann var í 238. sæti fyrir viku. Þar með er Gísli orðinn besti íslenski kylfingurinn á heimslista áhugamanna í karlaflokki.

Haraldur Franklín Magnús er næstbesti íslenski kylfingurinn í karlaflokki, á heimslista áhugamanna eða  í 206. sæti og bætir sig um 4 sæti milli vikna.

Sjá má heimslista áhugamanna í karlaflokki í heild með því að SMELLA HÉR: