Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 19:00

Gísli Sveinbergs og Aron Snær Júlíusson hófu keppni í dag á Evrópumóti einstaklinga

Aron Snær Júlíusson, GKG og Gísli Sveinbergsson, GK hófu leik í dag á Evrópumóti einstaklinga.

Þátttakendur í mótinu eru 144.

Aron Snær lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-91, en Gísli var á 7 yfir pari, 79 höggum og er T-137 eftir 1. dag.

Mótið fer fram á Walton Heath vellinum á Englandi.

Walton Heath völlurinn er kannski þekktastur fyrir það að hafa haldið Ryder keppnina 1981 þar sem “draumalið” Bandaríkjanna rústaði því evrópska.

Þetta mót er eitt allra sterkasta áhugamannamót í heiminum, og fær sigurvegarinn boð á Opna breska mótið í júlí.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: