Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 13:00

Gísli Sveinbergs hefur leik á Orange Bowl

Íslandsmeistarinn í höggleik í piltaflokki og sigurvegari Duke of York 2014, Gísli Sveinbergsson, hefur leik á Boys Junior Orange Bowl Championship, í Coral Gables í Miami í dag, en völlurinn er staðsettur rétt hjá Miami háskóla við hið sögufræga Biltmore hótel.

Mótið fer fram dagana 27.-30. desember 2014.

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: DOY

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: DOY

Keppendur eru alþjóðlegir landsmeistarar 18 ára og yngri og keppnisstaður Biltmore golfvöllurinn, sem er par-71.

Keppt er bæði í pilta- og stúlknaflokki og meðal fyrrum sigurvegara í mótinu eru ítalski kylfingurinn  Renato Paratore sem sigraði í fyrra og Romain Wattel frá Frakklandi (2010) sem báðir spila á Evrópumótaröðinni og Lexi Thompson, (2010) sem spilar á LPGA.

Það er vonandi að Gísla gangi sem allra best!!!

Fylgjast má með gengi Gísli með því að SMELLA HÉR: