Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1 Gísli Sveinbergs flaug beint í 32 manna úrslitin
Gísli Sveinbergsson úr Keili keppir eftir hádegi í dag í 2. umferð holukeppninnar á Opna breska áhugamannamótinu. Gísli endaði í 11.-18. sæti eftir höggleikinn þar sem hann lék á -5 samtals á tveimur hringjum.
Gísli var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn þar sem hann setti nýtt vallarmet á Princes vellinum, en hann lék á 64 höggum eða -8. Á öðrum hringnum lék Gísli á Royal St. George’s vellinum og þar lék hann á +3 eða 73 höggum.
Henning Darri Þórðarson úr Keili endaði í 183. sæti á +5 samtals (71-76) 147 högg. Rúnar Arnórsson, einnig úr Keili, endaði í 139. sæti en hann lék frábært golf á öðrum keppnisdeginum og fór upp um rúmlega 100 sæti eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 77 höggum eða +5. Rúnar lék síðari hringinn á -2 á Royal St. George’s vellinum og var samtals á 145 höggum (77-68).
Opna breska áhugamannamótið er eitt sterkasta áhugamannamót veraldar. Sigurvegarinn fær keppnisrétt á risamótum á borð við Opna breska áhugamannamótið og Mastersmótið á Augusta.
Að loknum 36 holum komust 64 efstu keppendurnir komast í holukeppnina af alls 288 keppendum. Gísli fór beint inn í 32 manna úrslitin og á hann leik kl. 13:42 í dag.
Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Gísli lék frábært golf á fyrsta hringnum en hann fékk alls átta fugla og tapaði ekki höggi á hringnum. Gísli bætti þar með vallarmetið af öftustu teigum á Princes sem var áður í eigu Paul Dunne, en Írinn spilaði á 65 höggum árið 2013.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
