Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1 Gísli Sveinbergs bestur af íslensku keppendunum á Brabants Open – Lauk leik í 3. sæti – Bjarki varð í 9. sæti og Ragnar Már T-20
Hér með leiðréttist úrslitafrétt Golf1 frá því í gær þar sem sagði að Ragnar Már Garðarsson, GKG, hefði lokið leik á Brabants Open í 3. sæti – Gísli Sveinbergsson, GK hefði orðið í 5. sæti og Bjarki Pétursson, GB hefði orðið í 7. sæti.
Í keppnisskilmálum sagði að Brabants Open stæði dagana 15.-17. ágúst og var gert ráð fyrir því hér á Golf 1 að um 54 holu mót væri að ræða.
Skorið var niður eftir 2. dag og komust 42 áfram í karlaflokki og 19 í kvennaflokki.
Ásta Birna Magnúsdóttir, GK og Ísak Jasonarson, GK komust ekki í gegnum niðurskurð en það gerðu hins vegar Ragnar Már, Gísli og Bjarki og er ofangreint rétt staða miðað við 54 holu leik.
En þá átti enn eftir að spila 4. hringinn, sem spilaður var í gær, en lokadaginn 17. ágúst voru leiknir 2 hringir (alls 36 holur) …. og að 4. þ.e. lokahringnum loknum stóð Gísli Sveinbergs, GK eftir í 3. sæti. Hann stóð sig því best af íslensku þátttakendunum!!!
Golf 1 biðst afsökunar á ofangreindri rangri úrslitafrétt og leiðréttist hún því hér með.
Lokastaðan á Brabants Open er því eftirfarandi (aðeins 3 efstu sæti):
Karlaflokkur:
1. sæti Lars van Meijel samtals á 9 undir pari.
2. sæti Michael Kraaij samtals á 4 undir pari.
3. sæti Gisli Sveinbergsson samtals á 3 undir pari. (Glæsilegt!!!)
Gísli lék jafnt og stöðugt golf og lokahringinn þ.e. lék 4. hringinn á 72 höggum. Hann sýndi karakter, þó vonbrigðin yfir að sigra ekki í mótinu og fá að taka þátt í KLM mótinu á Evróputúrnum, (sem voru í verðlaun fyrir 1. sætið) hljóti að hafa verið mikil. Samtals lék Gísli á 3 undir pari, 285 höggum (71 71 71 72).
Bjarki stóð sig næstbest íslensku strákanna, sem komust í gegnum niðurskurð varð í 9. sæti á samtals 2 yfir pari, 290 höggum (70 69 77 74).
Ragnar Már hafnaði í 20. sæti sem hann deildi með 5 öðrum keppendum – eftir 2 glæsi fyrstu hringi í mótinu upp á 69 fylgdi hann þeim eftir með hringjum upp á 73 og 84 og lauk því leik á samtals 7 yfir pari, 295 höggum.
Sjá má heildarúrslit í karlaflokki á Brabants Open með því að SMELLA HÉR:
Kvennaflokkur:
1. sæti Dewi Weber samtals á 1 undir pari
2. sæti Anne van Dam samtals á 4 yfir pari.
3. sæti Romy Meekers samtals á 5 yfir pari.
Sjá má heildarúrslit í kvennaflokki á Brabants Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
