Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2014 | 01:00

Gísli náði ekki niðurskurði

Gísli Sveinbergsson, GK, tók þátt í South Beach International Amateur í Miami, Flórída en hann hefir nú lokið keppni þar sem hann náði ekki niðurskurði.

Leikið er í Miami Beach golfklúbbnum og Normandy Shores golfklúbbnum og stendur mótið dagana 17.-22. desember 2014 og lýkur á morgun.

Gísli lék á samtals 145 höggum  (71 74) og var aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð, en skorið var niður eftir 2. hringi.

Efstur eftir 2. dag er Englendingurinn Richard James, en hann hefir samtals leikið á 131 höggi (65 66).

Til þess að sjá stöðuna á South Beach International Amateur SMELLIÐ HÉR: