Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 11:00

Gísli lauk keppni T-22 á Sage Valley

Gísli Sveinbergs, GK,  tók þátt í virtu boðsmóti, Sage Valleys Junior Invitational, sem m.a. nr. 1 á heimslistanum Rory McIloy heimsótti, eins og Golf1 greindi frá í gær.

Boðsmótið fór fram í Sage Valley, Graniteville, Suður-Karólínu.

Gísli hefir ekkert nema farið upp skortöfluna; eftir fyrsta dag var hann T-31 síðan var hann T-27 og hann lauk leik T-22 af 53 sterkum keppendum, sem teljast verður góður árangur.

Gísli lauk leik 9 yfir pari, 225 höggum  (77 73 75) á hinum gullfallega Fazio hannaða par-72 Sage Valley velli, sem ekkert þykir gefa Augusta National eftir, sem er þarna í mikilli nálægð.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sage Valley SMELLIÐ HÉR: