Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2014 | 11:00

Gísli í einu efstu sæta á finnska áhugamanna- meistaramótinu – á 69 tvo daga í röð!!!

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB,  hófu  í gær leik á Finnish Amateur Championship m.ö.o. Opna finnska áhugamanna meistaramótinu.

Mótið fer fram í Helsinki Golf Club og stendur dagana 21.-23. ágúst 2014.  Þátttakendur eru 90.

Gísli lék fyrsta hring á 2 undir pari, 69 höggum og var í 2. sæti eftir 1. mótsdag.  Hann endurtók leikinn í dag; lék aftur á 69 höggum og er sem stendur í 3. sæti. Þó nokkrir eiga eftir að ljúka leik þannig að sætistalan gæti breyst.

Bjarki er líka búinn að leika 2 hringi. Hann hefir leikið á samtals  7 yfir pari 149  höggum (75 74)  og dansar sem stendur á niðurskurðarlínunni, en það skýrist seinna í dag hvort hann kemst í gegnum niðurskurð.

Fylgjast má með gengi Gísla og Bjarka á Finnish Amateur Championship með því að SMELLA HÉR: