Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2014 | 17:55

Gísli í blómahafi við komuna í GK

Í tilefni af sigri Gísla Sveinbergssonar, GK, á Duke of York mótinu í Aberdeen í Skotlandi efndi Golfsamband Íslands til blaðamannafundar í golfskála Keilis, nú rétt í þessu.

Formenn Golfklúbbsins Keilis og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar héldu ræður Gísla til heiðurs sem og forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem sagði m.a. að Gísli væri ekki aðeins frábær kylfingur heldur einnig „drengur góður.“

Voru Gísla sem og Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, afhentir blómvendir í viðurkenningarskyni fyrir frábæran árangur.

Sjá má nokkrar myndir frá fundinum hér að neðan:

IMG_2630IMG_2631 IMG_2632IMG_2638 IMG_2639 IMG_2642 IMG_2643

IMG_2629

IMG_2622 IMG_2628

IMG_2621